á skólagöngu sinni eru í mun meiri hættu en aðrir piltar
        
        
          að hafna á glæpastíg síðar á ævinni, misnota áfengi og
        
        
          í að lenda í öðru álíka. Við 24 ára aldur var til dæmis
        
        
          fjórum sinnum algengara að fyrrverandi gerendur hefðu
        
        
          þrisvar til fjórum sinnum verið dæmdir fyrir endurtekið
        
        
          alvarlegt glæpsamlegt athæfi en piltar sem ekki höfðu
        
        
          verið gerendur í skóla. Með framtíð barns þíns í huga
        
        
          er nauðsynlegt að rjúfa það hegðunarmynstur ef barnið
        
        
          leggur aðra í einelti. Ekki bara að hjálpa þolandanum.
        
        
          
            Hvað getum við gert sem foreldrar?
          
        
        
          Ef grunur leikur á eða augljóst er að barnið þitt verður
        
        
          fyrir einelti skólafélaga og skólinn hefur ekki þegar látið
        
        
          foreldra vita, er mikilvægt að hafa sem fyrst samband við
        
        
          umsjónarkennarann. Ef skólinn er í Olweusaráætluninni
        
        
          gegn einelti fylgir skólinn ákveðnum vinnureglum. Allir
        
        
          skólar eiga að vinna markvisst og skipulega. Kynntu þér
        
        
          vinnubrögðin í þínum skóla.
        
        
          
            Þolandi eineltis þarf góða vernd!
          
        
        
          Tryggja verður þolanda eineltis fullkomna vernd þegar
        
        
          farið er að taka á eineltinu. Málinu verður að fylgja vel
        
        
          eftir og allt þar til hætta á nýju (endurteknu) eineltismáli
        
        
          er ekki til staðar. Þolandinn verður að geta treyst því að
        
        
          þeir fullorðnu bæði vilji og geti veitt þá aðstoð sem þörf
        
        
          er fyrir.
        
        
          
            Fylgstu með barninu þínu
          
        
        
          • Reyndu að aðstoða barnið við að efla sjálfsálitið
        
        
          með því t.d. að draga fram hæfileika eða jákvæða
        
        
          eiginleika.
        
        
          • Aðstoðaðu barnið svo að það komist í samband við
        
        
          aðra jafnaldra, t.d. í íþróttum, skák, tónlist eða öðru
        
        
          tómstundastarfi. Þó að áhugi sé jafnvel takmarkaður
        
        
          getur líkamleg þjálfun orðið til þess að barnið „sendi
        
        
          umhverfi sínu önnur skilaboð“ en hingað til.
        
        
          • Hvettu barnið til að hafa samband við rólegan og
        
        
          viðkunnanlegan bekkjarfélaga eða nemanda í öðrum
        
        
          bekk (og jafnvel að bjóða honum/henni heim). Félags
        
        
          lega einangruð börn eiga oft í erfiðleikum þegar þau
        
        
          reyna að mynda ný tengsl.
        
        
          • Ofverndið ekki barnið. Fylgstu engu að síður vel með
        
        
          svo lítið beri á og taktu undir það jákvæða.
        
        
          Nánari upplýsingar er að fá t.d. í foreldrabæklingi
        
        
          Olweusaráætlunarinnar og hjá framkvæmdastjóra
        
        
          verkefnisins á Íslandi. Heimasíða: 
        
        
        
          sími 894 2098.
        
        
          Ráðleggingar til foreldra. Höfundur texta:
        
        
          Olweusaráætlunin gegn einelti - Þorlákur H. Helgason
        
        
          Meðhlaupari
        
        
          /
        
        
          handlangari
        
        
          Stuðningsaðili
        
        
          /
        
        
          óvirkur gerandi
        
        
          Óvirkur stuðningsaðili
        
        
          /
        
        
          hugsanlegur gerandi
        
        
          Hlutlaus áhorfandi
        
        
          Hugsanlegur verndari
        
        
          
            Er virkur þátttakandi en
          
        
        
          
            á ekki frumkvæði
          
        
        
          
            Styður eineltið en er ekki virkur
          
        
        
          
            þátttakandi
          
        
        
          
            Er samþykkur eineltinu en styður
          
        
        
          
            það ekki sýnilega
          
        
        
          
            Sér hvað gerist en
          
        
        
          
            skiptir sér ekki af
          
        
        
          
            Er á móti eineltinu og finnst
          
        
        
          
            hún/hann ætti að hjálpa
          
        
        
          
            – en gerir það ekki
          
        
        
          Eineltishringurinn
        
        
          
            Viðbragðsmynstur í eineltisaðstæðum
          
        
        
          Gerandi
        
        
          Verndari
        
        
          
            Á sjálfur frumkvæði að eineltinu
          
        
        
          
            og tekur þátt
          
        
        
          
            Er á móti eineltinu og
          
        
        
          
            hjálpar eða reynir að
          
        
        
          
            hjálpa þolanda
          
        
        
          Þolandi
        
        
          Einelti_plakat  20.2.2004  14:16  Page 1
        
        
          
            Börn eru hreinskilin. Því er upplagt að skoða eineltishringinn með barninu. Hvar er barnið
          
        
        
          
            á hringnum? Hvernig hjálpar þú barninu að taka afstöðu gegn einelti? Hvernig sköpum við
          
        
        
          
            aðstæður í skólanum svo að börnum líði vel?
          
        
        
          19